Áhugaverð yfirferð

Þetta ár sem er að líða hefur verið afar viðburðarríkt, sérstaklega í pólitík á Íslandi.   Og nú fer sá tími í hönd að maður geri upp árið og vonast eftir nýjum tækifærum og breyttum áherslum á nýju ári 2009.   

 

Miðlar eru að gera það sama og það er alltaf áhugavert að lesa um það merka fólk sem hefur fallið frá og hefur markað djúp spor í söguna.   Það væri gaman að fá sambærilegar úttektir og þessa fyrir Ísland, nærtækast er að nefna Rúnar Júlíusson og Sigurbjörn Einarsson.

 
En úttekt Boston Globe var fræðandi.  Ég vissi til dæmis ekki að Tim Russert (frábær sjónvarpsmaður) hefði fallið frá né Michael Crichton einn uppáhalds rithöfundurinn minn. Sorglegar fréttir að þessir menn hafi fallið frá langt fyrir aldur fram.