Arne Duncan, núverandi fræðslustjóra Chicago, sem menntamálaráðherra sinn.   Duncan er þekktur fyrir gott starf…" />

Duncan sem menntamálaráðherra

Obama ætlar að tilnefna Arne Duncan, núverandi fræðslustjóra Chicago, sem menntamálaráðherra sinn.   Duncan er þekktur fyrir gott starf í Chicago, sérstaklega við að hjálpa þeim börnum sem eru undir fátæktarmörkum og þeim sem hafa ekki náð árangri hingað til.   Frá 2001 hefur hann breytt tölunum, árið 2001 var 40% barna ekki að ná ,,standards" sem mælir árangur barna í landinu en í fyrr var hlutfallið komið í 33 %.

 
Hann hefur lagt áherslu  á að hlusta á foreldra, mæla gæði og hefur gengið svo langt að loka tugum skóla sem voru ekki að standa sig og skipt út öllu starfsfólki í öðrum.  Hann virðist hafa verið samþykkur No Child Left Behind verkefninu sem Bush kom á fyrsta kjörtímabili sínu. Obama, lofaði í kosningabaráttunni að halda því áfram í breyttri mynd.  
 
Ég hef oft sagt að íslenskt skólakerfi þurfi meira aðhald og mat á árangri.   Mér hefur þó alltaf fundist NCLB ansi hart kerfi.   Við ættum að fylgjast með hvernig Obama breytir þessu.