Góðar fréttir fyrir Víkinga og Fossvogsbúa

Loksins sér fyrir endann á tímafreku ferli deiliskipulags í Traðarlandi á íþróttsvæði Víkings. Um er að ræða gervigrasæfingarsvæði. Tillagan er nú í kynningu en hún felur í sér að Kópavogur leigi borginni land til þess að flóðljósin sem tengjast svona velli trufli ekki íbúa í Traðarlandi. Að auki er komið til móts við íbúa varðandi bílastæði því gert er ráð fyrir 85 nýjum álagsstæðum á opnu svæði norð-austan við núverandi íþróttahús. Ég vona fyrir hönd Víkinga að þetta verði samþykkt og hægt sé að tímasetja vígslu nýs vallar í Fossvogsdal.