grein Hallgríms Helgasonar í Fréttablaðinu í dag benda til þess að valdabrölt sé í uppsiglingu í Samfylkingunni.…" />

Heil fylking?

Mér finnst grein Hallgríms Helgasonar í Fréttablaðinu í dag benda til þess að valdabrölt sé í uppsiglingu í Samfylkingunni.   Í greininni er verið að toga í einn ráðherra flokksins umfram annan og líklegt að barist verði við Björgvin, sem talinn er Össurarmaður, um framgang í flokknum.  

 
Líklegt er að Samfylkingin ákveði um helgina á flokksráðsfundi að halda landsfund fljótt eftir áramót líkt og Framsókn og Sjálfstæðisflokkur ákváðu fyrir skömmu.  Á landsfundi yrði kosið í ýmis valdaembætti og einhverjir hugsa sér gott til glóðarinnar. 
 
Ekki er líklegt að Össur reyni aftur við varaformannsembættið (enda búinn að tjá sig mjög frjálslega um bankana og REI eins og ég hef fjallað um) en það gæti mögulega orðið barátta um þann stól samt sem áður.  Forvitnilegt væri að vita í þessu ljósi af hverju Björgvin er svona ákveðinn í að fara þurfi fljótt í kosningar.
 
Æsingslega er rætt um valdabrölt og lið í Sjálfstæðisflokknum við ýmis tækifæri í fjölmiðlum.   Það fer töluvert hljóðlegar um bröltið í öðrum flokkum, en ljóst er að bröltið er síst minna hjá Samfylkingunni.