Kosningaskrifstofa í Ármúla 7

Við erum komin með vinnuaðstöðu í Ármúla 7 og ég hvet ykkur til að kíkja inn hvenær sem þið viljið. Við ætlum að fagna saman í Ármúlanum og opna formlega skrifstofuna kl. 17-20 á fimmtudaginn, 31. október. Við getum spjallað og slúðrað og spáð í spilin. Þeir sem vilja geta komið í Hrekkjavökubúningunum. Barnahorn verður á staðnum.  Við verðum á skrifstofunni meira og minna alla daga til 16. nóvember en þá fer prófkjörið fram. Hægt er að kjósa frá og með föstudeginum í Valhöll á skrifstofutíma.

Með baráttukveðju,
Þorbjörg Helga