Leiðtogafundur Varðar

Vörður - Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík heldur málfund með frambjóðendum sem gefa kost á sér í fyrsta sæti í prófkjörinu í Reykjavík. Fundurinn verður í Valhöll næstkomandi mánudag, 11.nóvember, og hefst kl. 20.00.

Á fundinum munu þau Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Halldór Halldórsson, Hildur Sverrisdóttir og  Júlíus Vífill Ingvarsson flytja framsögur. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fer fram  þann 16. nóvember næstkomandi.

Utankjörfundaratkvæðagreiðslan fer fram á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Valhöll, alla virka daga kl. 9 - 17.  Skrifstofan verður einnig opin laugardaginn 9. nóvember frá kl. 10 til 16 og fimmtudaginn 14. nóvember frá kl. 9 til 22.

Atkvæðisrétt eiga allir félagsbundnir sjálfstæðismenn í Reykjavík.

Kjósa skal 6 frambjóðendur, hvorki fleiri né færri. Kosið skal með því að setja tölustaf frá einum og upp í sex fyrir framan nöfn frambjóðenda í þeirri röð sem óskað er að þeir skipi endanlegan framboðslista.

Nánari upplýsingar um prófkjörið verða birtar þegar nær dregur prófkjörsdeginum 16. nóvember.