http://www.reykjavik.is) er frétt um samning sem borgarstjóri hefur…" />

Mennta hvað?

Menntaskemmtigarður er nýja slagorðið hjá Samfylkingunni. Á heimasíðu Samfylkingarinnar (og á http://www.reykjavik.is) er frétt um samning sem borgarstjóri hefur gert um þróun Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. Þar kemur fram að borgin hafi breytt deiliskipulagi í Laugardalnum svo hægt sé að byggja upp eins konar menntaskemmtigarð (vísindagarð, sjávardýrasafn, garða, IMAX sýningarhús, barnasali fyrir barnamyndir og leiksýningar, fræðsluaðstöðu, starfsmannaaðstöðu, sýningarsali, leiksvæði, húsnæði fyrir dýr og ýmsa aðra starfsemi.

Þetta lyktar svo af kosningabrellu að það er næstu hlægilegt. Það fyrsta sem maður tekur eftir að í ,,samningakeðjunni" eru auk borgarstjóra Dagur B. og framkvæmdastjóri ÍTR. Enginn úr Vinstri grænum eða Framsókn. Hvergi kemur fram að R-listinn hafi skrifað undir þetta samkomulag. Hvergi kemur fram hvað samningurinn kostar. Hvergi kemur fram hvað íbúar Laugardalsins segja um þessa risa uppbyggingu á það litla svæði sem er nú grænt í Laugardalnum. Hvergi kemur fram hver á að kosta eitt stykki vísindasafn, hvað þá annað. Hvað segja borgarbúar sem búa ekki eins og Steinunn Valdís, þ.e. í Laugardalnum? Er ekkert kominn tími á að laga skólalóðir og umhverfi skóla í Breiðholti frekar en að ganga í byggja menntaskemmtigarð? Þær hugmyndir sem nú liggja fyrir um vísindasafn kosta um 300 milljónir á ári - fyrir utan fasteignakostnað!

Og hvað gera fjölmiðlar við fréttina? Spyrja ekki að neinu sem gæti varpað ljósi á þessa kosningabrellu.