Nýjar útfærslur

Það er nú ekki nema rétt rúm vika síðan að áhugasamir Fossvogsbúar áttu viðtal hjá fyrrverandi borgarstjóra, Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, um þetta mál.   Þessir nágrannar mínir eru með mjög skemmtilegar hugmyndir um laug í dalinn og nokkrar nýstárlegar útfærslur.  Ég fagna því að þetta mál fari á hreyfingu hjá nýjum borgarstjóra enda teljum við Fossvogsbúar að dalurinn verði enn eftirsóttara útivistarsvæði ef laug kemur hingað.   Fossvogsskóla sárlega skortir laug til að kenna í en börnin eru að fara í rútum eftir skólatíma í Breiðholtslaug.

Ég verð samt að segja að mér finnst nýr meirihluti ekki mikið vera að horfa til þess að borgarsjóður stendur höllum fæti.   Að mínu mati eru laugar ekki forgangsverkefni þó ég styðji málið.   Við tókum við borgarsjóði í 7 milljarða króna halla eftir kosningar og tókum ærlega til hendinni.   Áætlanir voru um að gatið yrði 4 milljarðar um næstu áramót en stefndi í 1 milljarð.   Þessi lína heyrist ekki hjá hinum nýja meirihluta, þ.e. að spara eigi í rekstri og ná niður skuldahalanum.