Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í dag

Í dag er kosið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þar sem ég bið um fyrsta sætið. Í dag býðst ykkur lýðræðisleg leið til að velja fólk á lista. Það bjóða ekki allir flokkar upp á slíkt persónukjör.

Nýtið ykkur tækifærið til að velja!

Ég set fjármál borgarinnar og skólamálin á oddinn og þarf ykkar stuðning í fyrsta sætið til að leiða nauðsynlegar og uppbyggjandi breytingar.

Verið velkomin í vöfflur til mín í Ármúla 7 í dag.

Kjörstaðir eru opnir frá kl. 9:00 – 18:00 og eru þeir eftirfarandi:

1. Kjörhverfi
Vestur‐ og Miðbæjarhverfi, Nes‐ og Melahverfi og Austurbæjar‐ og
Norðurmýrarhverfi. Öll byggðin vestan Rauðarárstígs að Miklubraut.
Kjörstaður: Hótel Saga, Katla (gengið inn norðan megin).

2. Kjörhverfi
Hlíða‐ og Holtahverfi, Laugarnes‐ og Túnahverfi og Langholtshverfi. Öll byggð er
afmarkast af 1. kjörhverfi í vestur og suður. Öll byggð vestan Kringlumýrarbrautar að
Suðurlandsbraut og öll byggð norðan Suðurlandsbrautar.
Kjörstaður: Valhöll, Háaleitisbraut 1.

3. Kjörhverfi
Háaleitishverfi, Smáíbúða, Bústaða‐ og Fossvogshverfi. Hverfið afmarkast af
Kringlumýrarbraut í vestur, Suðurlandsbraut í norður og Reykjanesbraut í austur.
Kjörstaður: Valhöll, Háaleitisbraut 1.

4. Kjörhverfi
Árbæjar‐ og Seláshverfi, Ártúns‐ og Norðlingaholt.
Kjörstaður: Félagsheimili Sjálfstæðisfélagsins, Hraunbær 102b (við hliðina á Skalla)

5. Kjörhverfi
Hóla‐ og Fellahverfi, Bakka‐ og Stekkjahverfi, Skóga‐ og Seljahverfi.
Kjörstaður: Félagsheimili Sjálfstæðisfélaganna Mjódd, Álfabakka 14a

6. Kjörhverfi
Grafarvogur, Bryggjuhverfi, Grafarholt, Úlfarsárdalur og Kjalarnes.
Kjörstaður: Sporhamrar 3 í Grafarvogi (þar sem 10/11 var áður)