Ræða í prófkjöri á leiðtogafundi Varðar

Ég hélt framsögu á leiðtogafundi Varðar - Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík þann 11.nóvember síðastliðinn í Valhöll vegna prófkjörs flokksins vegna borgarstjórnarkosninga í vor.  Fundurinn var vel sóttur og var gerður góður rómur að honum.  Ræðan mín var tekin upp og er hér fyrir neðan.  Ég fjallaði um embættismenn og stjórnmálamenn sem og ýmislegt sem við þurfum að huga að í Sjálfstæðisflokknum, m.a. hversu fátt ungt fólk virðist styðja flokkinn.

 

Ég sækist eftir stuðningi í fyrsta sætið og hvet sjálfstæðismenn að taka þátt í  prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fer fram þann 16. nóvember næstkomandi.

Utankjörfundaratkvæðagreiðslan fer fram á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Valhöll, alla virka daga kl. 9 - 17.  Skrifstofan verður einnig opin laugardaginn 9. nóvember frá kl. 10 til 16 og fimmtudaginn 14. nóvember frá kl. 9 til 22.

Atkvæðisrétt eiga allir félagsbundnir sjálfstæðismenn í Reykjavík. Engin krafa er um greiðslu félagsgjalda.