PISTLAR


30

01 2006

Samtök sjálfstæðra skóla

Um helgina sat ég ráðstefnu samtaka sjálfstæðra skóla sem var haldin á Nordica. Ég sat einnig fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í pallborði þar sem pólitískir fulltrúar sátu fyrir svörum.

Ráðstefnan var mjög áhugaverð og margir mættir til að hlýða á fyrirlesara frá Bandaríkjunum og Danmörku. Að auki talaði Jón Torfi um fjölbreytileika og skilgreiningar á honum. Það var áhugavert að velta fyrir sér hvaða skilgreiningu fjölbreytileika maður aðhyllist og ef eitthvað er styrkti þessi umræða hugsun hægri manna í skólamálum.

Ég sagði stefnu Sjálfstæðisflokksins ávallt hafa verið skýra. Stefna flokksins felur í sér valfrelsi einstaklinga og frelsi til athafna. Það er því ljóst að sjálfstæðismenn vilji tryggja að þeir sem vilja koma að rekstri skóla og hafa til þess hugmyndafræði, metnað og kraft eigi að hafa tækifæri til þess. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins mun nota sömu reiknireglu með hverju barni óháð val þess eða foreldra þess á rekstrarformi skóla.

Stefán Jón Hafstein átti ekki auðvelt með að skýra hvers vegna R-listinn væri með aðra upphæð með þeim börnum sem væru í sjálfstætt reknum skólum. Það kom berlega í ljós þegar hann gagnrýndi frumvarp til breytinga á grunnskólalögum. Breytingartillaga 56. greinar felur einmitt í sér að greiða eigi hlutfallslega mikið af meðaltali kostnaðar við hvert barn til þeirra sem velja sjálfstætt rekna skóla. Stefán gagnrýndi þetta harkalega og taldi vera vegið að sjálfsforræði sveitarfélaga með þessari löggjöf. Í sömu ummælum var Stefán þó tilbúin til að réttlæta að sumir borgarreknir skólar þyrftu minni upphæð en aðrir vegna stærðar og gerðar og þess háttar breytileika. Stefán Jón borgar skv. þessum mælireglum sínum ákveðnar fastar hlutfallstölur af hagkvæmasta skólanum til sjálfstætt rekinna skóla. Það getur hann réttlætt en finnst út í hött að löggjafinn noti sömu aðferðir til að tryggja mannréttindi þeirra barna sem að velja sjálfstætt rekna skóla.

Lesa meira

30

01 2006

Herra Ísland án titils

Er þetta ekki fulllangt gengið að svifta strákgreyjið titlinum? Það er aldrei friður, kvenfegurðarsamkeppnirnar eiga ekki rétt á sér og Herra Ísland má ekki vera eðlilegur. Ég vil halda uppi vörnum fyrir stráka eins og hann sem er hugmyndaríkur og framtakssamur. Hvaða fyrirmynd á hann önnur að vera?

Þetta vekur upp spurningar um hvaða persónuleikaUngfrú og Herra Ísland eigi að búa yfir. Erum við ekki einmitt að gagnrýna fegurðarsamkeppnir fyrir að sýna einstaklega einsleitan hóp ungra kvenna sem allar hafa áhugar á útivist og börnum. Svo þegar að kemur í ljós að Herra Ísland er með þátt sem svipar til allra annara þátta sem þessi aldurshópur horfir á þá er hann ekki góð fyrirmynd. Hvað er góð fyrirmynd í þessu samhengi? Ég sem hélt að þetta gengi út á útlitið fyrst og fremst.

Annað sem ég hef verið að spá í. Ef að ungfrú í fegurðarsamkeppni er ólétt er hún skv. reglunum óhæf til keppni. En ef herra í fegurðarsamkeppni á von á barni, gilda sömu reglur?

Lesa meira

24

01 2006

Strákar í skólum - sérstakt áhugamál

Ég hef nokkuð oft vakið athygli á stöðu drengja í skólakerfinu. Hér er ítarleg grein um það efni sem birtist í nýjasta blaði Newsweek.


The Trouble With Boys

They're kinetic, maddening and failing at school. Now educators are trying new ways to help them succeed.

By Peg Tyre
Newsweek


Jan. 30, 2006 issue - Spend a few minutes on the phone with Danny Frankhuizen and you come away thinking, "What a nice boy." He's thoughtful, articulate, bright. He has a good relationship with his mom, goes to church every Sunday, loves the rock band Phish and spends hours each day practicing his guitar. But once he's inside his large public Salt Lake City high school, everything seems to go wrong. He's 16, but he can't stay organized. He finishes his homework and then can't find it in his backpack. He loses focus in class, and his teachers, with 40 kids to wrangle, aren't much help. "If I miss a concept, they tell me, 'Figure it out yourself'," says Danny. Last year Danny's grades dropped from B's to D's and F's. The sophomore, who once dreamed of Stanford, is pulling his grades up but worries that "I won't even get accepted at community college."

His mother, Susie Malcom, a math teacher who is divorced, says it's been wrenching to watch Danny stumble. "I tell myself he's going to make something good out of himself," she says. "But it's hard to see doors close and opportunities fall away."

Lesa meira

18

01 2006

Norðlingaölduveita

Mér þætti gaman að vita hversu margir vita hvað Norðlingaölduveita er. Vita allir að ekki er um að ræða virkjun heldur veitu? Veita er í raun gerð til að bæta nýtingu núverandi virkjunar. Vel getur verið að allir kjörnir fulltrúar séu búnir að kynna sér málið vel en það sætir furðu hversu stóran hring Framsóknarflokkurinn hefur farið í þessu máli.

Mér finnst þetta mál lykta ansi mikið af pólitískri hræðslu og af tilfinningarökum en eins og Guðlaugur Þór sagði skipta þau rök máli. Málið er ekki hápólitískt nema helst hjá Vinstri-grænum. Mér finnst þó sérstaklega merkilegt að forseti borgarstjórnar, Alfreð Þorsteinsson og allir í R-listanum sáluga, skuli geta tekið þátt í bókun í borgarstjórn Reykjavíkur gegn Norðlingaölduveitu og hvatt Landsvirkjun til að fara út í gufuaflsvirkjunum. Mikilvægt er að nefna hér að OR hefur yfirráð yfir flestum ef ekki öllum gufuaflssvæðum á SV-horninu.

Minna þarf á að Orkuveita Reykjavíkur er í mikilli samkeppni við Landsvirkjun um orku til stórnotenda. Reykjavíkurborg sem á í báðum fyrirtækjum (45% í Landsvirkjun og 96% í OR) er því mjög hlutdræg í afstöðu sinni til þessa máls. Bein samkeppni er til að mynda um orkusölu til Alcan í Straumsvík til framtíðar og ef fallið er frá Norðlingaölduveitu er Orkuveitan í sterkari stöðu til að framleiða orku fyrir Alcan en Landsvirkjun. Það er líka sérstaklega áhugavert að ekkert má ræða málefni Orkuveitunnar í borgarstjórn þar sem það er ekki talið með í borgarsjóði en nú virðist vera hægt að álykta um Landsvirkjun þegar pólitískt landslag liggur svo.

Það er því mikilvægt að þegar borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðismanna tekur til starfa sé hlutur borgarinnar í Landsvirkjun seldur fyrir gott verð hið allra fyrsta.

Hér eru svo upplýsingar um Norðlingaölduveitu:
Með Norðlingaölduveitu yrði vatni veitt úr Þjórsá við Norðlingaöldu um jarðgöng og skurði til Þórisvatns, sem er miðlunarlónið á vatnasviði Þjórsár og Tungnaár. Með veitunni verður vatni dælt upp um ca. 24 m. Aukning orkuvinnslugetu Landsvirkjunar með tilkomu Norðlingaölduveitu er áætluð um 610 GWh/ári auk þess sem orkugeta Búðarhálsvirkjunar vex um 110 GWh/a eftir Norðlingaölduveitu (úr 545 í 655 GWh/ári). Norðlingaölduveita mun því auka orkugetu virkjana Landsvirkjunar um 720 GWh/ári að meðtöldum áhrifum hennar á Búðarhálsvirkjun.

Stofnkostnaður við byggingu Norðlingaölduveitu er áætlaður um 9.500 Mkr á verðlagi í janúar 2005, þar af er bókfærður áfallinn kostnaður um 630 Mkr. Áfallinn kostnaður fram til ársins 1996 hefur þegar verið afskrifaður en þar er um verulegar fjárhæðir að ræða, enda hófust rannsóknir á svæðinu á vegum Landsvirkjunar á árinu 1969. Athugað hefur verið hve mikið það myndi kosta Landsvirkjun að afla 720 GWh/ári með öðrum bhætti á Suðurlandi ef ekki yrði ráðist í Norðlingaölduveitu. Er þá horft til þeirra virkjunarkosta sem Landsvirkjun hefur heimildir fyrir eða líklegt er talið að heimildir fáist til. Um er að ræða virkjunarkosti í Tungnaá og Neðri-Þjórsá sem eru Búðarháls-, Hvamms-, Holta- og Urriðafossvirkjun. Stofnkostnaður við öflun 720 GWh/ári með þeim virkjunum er um 5.310 Mkr. meiri en með Norðlingaölduveitu. Auk þess þyrfti fyrirtækið væntanlega að afskrifa um 630 Mkr í þegar áfallinn undirbúningskostnað. Samtals eru þetta því um 5.940 Mkr sem myndu tapast fyrirtækinu. Auk þess sem áður er talið þá hefur Norðlingaölduveita jákvæð miðlunaráhrif á virkjanir í NeðriÞjórsá þar eð vatn frá veitunni fer í gegnum Þórisvatnsmiðlun.

Lesa meira

17

01 2006

Vefur í vandræðum

Þegar ég var loksins að taka í sátt að vera að tjá mig á vefnum hrundi kerfið. Nú mun ég í einhvern tíma styðjast við Blogger.com til að segja mitt en fljótlega mun ég vonandi fá nýjan vef jafnvel með nýju útliti og þá ekki svona prófkjörslegu. Friðjón á heiður skilinn fyrir að redda þessu svona í snarhasti. Árni bróðir á líka heiður skilinn fyrir að keyra svona flottan vef upp fyrir prófkjörið. Nú tek ég betri tíma í að hanna nýtt umhverfi sem hefur annað hlutverk en að kynna frambjóðanda í prófkjöri.

Lesa meira

11

01 2006

Svartur dagur á DV

NFS, 11. Janúar 2006 12:15

Skora á DV að endurskoða ritstjórnarstefnu

Hafin er undirskriftasöfnun á Netinu þar sem skorað er á blaðamenn, ritstjórn og útgefanda DV að endurskoða ritstjórnarstefnu sína og sýna ábyrgð og virðingu í umfjöllun um menn og viðkvæm málefni. Áskorunin kemur til vegna fréttar blaðsins í gær um grunaðan kynferðisofbeldismann á Ísafirði, en maðurinn svipti sig lífi eftir að blaðið kom út.

Að undirskriftasöfnuninni standa Deiglan.com, Samband ungra sjálfstæðismanna, Ungir jafnaðarmenn, Stúdentaráð Háskóla Íslands, Múrinn.is, Samband ungra framsóknarmanna, Tíkin.is, Ung frjálslynd, Heimdallur, Ung vinstri - græn, Vaka, Röskva og H-listinn.
Lesa meira

10

01 2006

Yfirboð í prófkjörum

Við Sjálfstæðismenn höfum undanfarnar vikur verið mjög montin af frábæru prófkjöri í Reykjavík. Nú hefur hópurinn allur hist tvisvar sinnum og spennandi verkefnavinna framundan. Valhöll stendur alltaf eins og klettur á bak við frambjóðendur sína og ég fullyrði að sú þekking og sú reynsla sem býr í Valhöll er einstök á Íslandi og þó víðar væri leitað. Nú standa yfir tvær aðrar baráttur um sæti í borgarstjórn, í Framsóknarflokknum í Reykjavík og í Samfylkingunni í Reykjavík.

Framsóknarflokkurinn fer alltaf fram eins og þeir séu stærri flokkur en Sjálfstæðisflokkurinn. Björn Ingi er með prófkjörsskrifstofuna mína (sem reyndis sérlega vel) og auglýsir í sjónvarpi, í blöðum, á flettiskiltum og á mbl.is. Manni finnst alveg ótrúlegt hvernig peningum er kastað út um allt í prófkjörum Framsóknar. Þeim er kannski vorkunn því félagaskráin er lítil og herja þarf á alla Reykvíkinga. Reyndar er það svo að mér skilst að Framsóknarmenn úr öðrum kjördæmum mega líka kjósa framboðslistann til borgarstjórnar í Reykjavík. Það er með undarlegasta móti en kemur líklega ekki á óvart frekar en annað hjá grænu hermönnunum.

Það sem verra er með frammarana að þeir yfirbjóða svo svakalega loforðin sín að flestum þykir nóg um. Nú þegar eru komin fram loforð frá frambjóðendum um frítt í strætó, heimgreiðslur til foreldra, gögn í gegnum Þskjuhlíð og ég veit ekki hvað. Þegar frambjóðendur í prófkjörum fara svona fram er voðinn vís í kosningunum sjálfum. Það er ekkert of langt síðan við sáum auglýsingarnar fyndnu um 90% húsnæðislánin. Og jú, þær virkuðu.

Ég er ekki í stjórnmálum til að kaupa mér atkvæði. Ég stend og fell með því. Ég held að Reykvíkingar séu það hugaðir að þeir horfi til ábyrgra einstaklinga sem kunna að fara með sitt fé og ekki síður annarra. Svona loforðaslagur sýnir manni að ekkert er heilagt þegar kemur að skattpeningum borgarbúa.

Þetta verður ekki búið í janúar þó prófkjör Framsóknar ljúki um mánaðarmót. Þá tekur nefnilega við slagurinn um forystu í Samfylkingunni. Það verður víst heldur betur gósentíð í loforðum, ég lofa því! Fylgist með http://www.tikin.is/ á næstunni þar sem gestapennar verða frambjóðendur í fyrsta sæti fyrir þessa tvo flokka.

Lesa meira

09

01 2006

DV þagði þegar aðrir töluðu

Mér fannst fréttin um einkapartý sl. helgar í London alveg sérlega skemmtileg í RÞV fréttum í gær. Ég sem hélt að Páll Magnússon hefði talað um að BBC yrði fyrirmyndin að breytingum á skipulagi RÞV. Fréttin var í anda DV og Séð & Heyrt þar sem myndir voru birtar af gestgjafanum, af húsinu þar sem skemmtunin fór fram og af hótelinu sem gestirnir gistu í. Þetta var svona í anda fréttarinnar um einkaþotukaupa Björgólfs Thors í sumar þegar þeir sýndu myndir af netinu af sambærilegri þotu en myndir af þotunni þegar hún lenti í fyrsta sinn á Reykjavíkurflugvelli. Gott og vel, íhaldið í mér um fréttatíma RÚV er kannski að tala. Svona fréttir vekja upp vangaveltur mínar sem eru ófáar um DV þann skítamiðil. Ég hef lengi velt fyrir mér, og skora á þá sem grúska í blöðunum alla daga að fylgjast og skrásetja það, hvaða fréttir birtast ekki í DV. Það er nefnilega ýmislegt sem ætti að koma þar fram miklu meira og oftar ef DV stæði undir slagorðinu ,,þorir þegar aðrir þegja". Til dæmis er þetta partý í London ekkert í DV. Er það ekki nokkuð undarleg staðreynd? Getur verið að leynt og ljóst sé verið að hlífa eigendum sínum í því tilfelli, sem vill þannig til að voru í boðinu. Sama má segja um margar fréttir sem ekki birtast í DV. Hvað með endurgerðir húsa og bílakaup eigenda Baugs? Hvað með uppboðið fyrir fátæku börnin í Afríku þar sem sömu eigendur buðu svívirðilegar fjárhæðir í ýmsa hluti? Þetta eru allt sambærilegar ekki-fréttir og brennivínsdrykkja og slagsmál annara þekktra Íslendinga. Eða hvað?

Lesa meira

06

01 2006

Sharon kveður líklega stjórnmál

Sharon, forsætisráðherra Ísraels, er mjög alvarlega veikur. Þrátt fyrir að læknar virðast hafa náð á ótrúlegan hátt að stoppa miklar blæðingar verður hann líklega aldrei samur eða fá sömu starfsorku og áður var. Og þó hann myndi starfa eitthvað áfram eru litlar líkur á að hann muni starfa mikið lengur í stjórnmálum. Sú stund mun því líklega renna upp fyrr en síðar að Ísraelar þurfi að kveðja mann sem hefur leitt lengst allra forsætisráðuneytisstólinn í Ísrael (samt ekki nema í 5 ár) og kannski frekar þann mann sem að lengst hefur komist með að hann atburðarrás að uppbyggingu á Gaza svæðinu.

Afstaða hans í friðarviðræðum hefur þó verið umdeild. Frá ákvörðun Sharon í sumar að draga til baka Ísraelskt herlið frá Gaza svæðinu hafa miklar deilur komið upp í ríkisstjórn hans nú síðast þegar hann sjálfur fór frá Likud flokknum og myndaði miðjuflokkinn Kadima sem þýðir áfram. Síðasta skoðanakönnun sýndi styrk hans því að nýji flokkurinn fengi 42 sæti af 120 í þingkosningunum. Nú veltir maður fyrir sér hvað Kadima verði án Sharon.

Nýji flokkurinn hefur líklega ekki skýran stökkpall, er án leiðtoga að öllum líkindum og er blanda úr ólíkum flokkum. Olmert, starfandi forsætisráðherra er reynsluríkur og ákveðinn og talar í takt við Sharon en er óvinsæll.

Lesa meira