PISTLAR


28

04 2008

Út um allan bæ

Það er alltaf ánægjulegt að sjá lítil verkefni fara í framkvæmd.Fyrir réttu ári (já þessir litlu hlutir taka tíma!) kom fram hugmynd frá foreldrafélagi Foldaborgar í Grafarvogi um að Leikskólasvið léti leikskóla borgarinnar í té strætókort til að auka möguleika starfsfólks og barna að fara í vettvangsferðir. Auðvitað eru leikskólabörn að ferðast frítt í strætó en það er oftar en ekki þannig á góðum heimilum og góðum leikskólum að ekki er til aur í strætó eða miðar fyrir kennara og starfsfólk leikskóla sem að sjálfsögðu fylgja þeim hvert fótspor.Á þessum tíma stóð svo vel á að ég sat í stjórn Strætó og stýrði leikskólaráði og ég lét vaða með tillöguna á báðum stöðum. Úr varð þetta fína strætókort, skreytt með myndum eftir börn á Arnarborg, sem Strætó bs. hefur nú afhent öllum leikskólum á höfuðborgarsvæðinu.Ég er viss um að þessi litla lausn getur haft margföldunaráhrif, haft þau áhrif að leikskólarnir fara í styttri og lengri ferðir með vagninum með mjög litlum fyrirvara og á sama hátt kennt okkar yngstu að nota vagninn í hverfinu sínu og lært á þessa leið samgangna til framtíðar.
Lesa meira

21

04 2008

OR kaupir ekki meira í HS

Það eru mikil tíðindi að Orkuveitan geti ekki farið eftir samningi sem kunni að vera ólögmætur og þvi beri fyrirtækinu ekki að kaupa hlut Hafnarfjarðarbæjar í Hitaveitu Suðurnesja. Samkeppniseftirlitið hefur úrskurðaða að OR megi ekki eiga meira en 3% hlut í Hitaveitunni. Þetta er í raun miklu meiri frétt en allar REI fréttir undanfarna daga.

Um var að ræða skuldbindingu sem Orkuveitan hafði gert um 15% hlut Hafnarfjarðar og áætlaður kostnaður var metinn á 7 til 9 milljarða. Það verður samt að hafa í huga þegar talað er um verðmat á Hitaveitu Suðurnesja að Geysir Green Energy keypti hlut ríkisins á miklu hærra verði en talið var eðlilegt og nú miðast verðmatið við þau kaup.

Kjartan Magnússon, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, segir það liggja í augum uppi að Orkuveitan geti ekki farið eftir samningi sem kunni að vera ólögmætur. Allar forsendur kaupa fyrirtækisins á hlutum í Hitaveitunni virðast vera brostnar. Minna þarf á að í samningnum sem var ógildur um samruna REI og GGE átti þessi hlutur OR í HS að fara inn í GGE.

Ætlar GGE að kaupa hlut Hafnarfjarðar í HS? Og kannski líka hlut OR í HS?

Lesa meira

20

04 2008

Átta Hallargarðsvinir

Það var fátt um fína drætti í Hallargarðinum við Fríkirkjuveg 11 í dag þegar stofna átti Hollvinasamtök Hallargarðsins. Í fréttum RÚV kl. 19.00 sáust 8 einstaklingar mæta á stofnfund þrátt fyrir gott veður og mikla kynningu. Ég býst við að fáir viti hvaða garð er um rætt nema kannski ef nefnt er að í garðinum er oftar en ekki á 17. júní Brúðubíllinn með sýningar.

Áreiðanlega þykir mjög mörgum vænt um garðinn, ég veit að mér þykir vænt um hann en fullljóst er að enginn er að eignast garðinn eða fá hann leigðan - enda hefur hann aldrei verið til sölu. Því þurfa hollvinir og aðrir aðdáendur garðsins ekki að hafa áhyggjur af neinu. Húsið, Fríkirkjuvegur 11 hefur hins vegar verið selt til afkomenda byggjanda hússins, Thors Jensen, eða Björgólfs Thors sem ætlar að gera safn um afa sinn í kjallaranum og sýna húsinu mjög mikla virðingu.

Kannski er verðugt verkefni að stofna Hollvinasamtök Hallargarðsins samt sem áður. Til dæmis væri mjög gott að kynna Reykvíkingum sögu hans og að minnsta kosti tryggja að ef maður slær inn Hallargarðurinn í Google fái maður upplýsingar um þennan garð en ekki einhverja konungsgarða í Noregi wink

Lesa meira

18

04 2008

Frábærir tónleikar FTT

Við hjónin erum komin heim eftir mjög skemmtilega afmælistónleika Félags tónskálda og textahöfunda. Spiluð voru lög eftir Gunnar Þórðarsson, Ólaf Hauk Símonarson og Ólaf Gauk Þórhallsson. Flutningsmenn tónlistarinnar voru m.a. Ellen Kristjánsdóttir, KK, Högni í Hjaltalín, Lay Low en Eyþór Gunnarsson var augljóslega höfuðið á bak við þessa frábæru tónleika.

 
Uppáhaldið mitt voru lögin Hárfinnur hárfíni sem Högni söng mjög skemmtilega, Lay Low söng yndislega (t.d. Ég heyri svo vel) og síðan var vinur minn Svavar Knútur frábær þegar hann söng Kötturinn sem gufaði upp. Eiginlega voru öll lögin frábær, klassíkerar sem voru sungin og spiluð af frábærum músiköntum.
 
Meiriháttar tónleikar, takk fyrir mig FTT.
- Smá viðbót, textinn við Hárfinnur hárfíni:

Hárfinnur hárfíni
Hann klippir sundur og hann klippir saman,
hann klippir af því að honum finnst það gaman.
Hann klippir í austur, hann klippir í vestur,
hann Hárfinnur hann er langlangbestur.
Hann klippir konur og hann klippir karla,
hann klippir alla og hann stoppar varla.

Hárfinnur hárfíni,hann er bæjarins allra,
allra mesti snyrtipinni.
Hann er ótrúlega lunkinn í hárlistinni.
 
Hárfinni finnst höfuð vera tækifæri,
hann gerir ekki mannamun hver sem þú ert.
Hans kikk er að fara á kostunum með greiðu og skæri,
hann kallar á þig, sækir þig um strætið þvert.
Hann klippir á daginn, hann klippir um nætur,
hann klippir hlæjandi og þegar hann grætur
hann klippir saddur og hann klippir svangur,
hann klippir þó þú sért þriggja metra langur.
Og hann klippir á Dalvík og hann klippir í Eyjum,
hann klippir ungabörn með kúk og piss í bleyjum
 
Hárfinnur hárfíni…
Hjá Hárfinni hver lokkur öðlast listrænt gildi,
hann laðar fram það besta í þér hver sem þú ert.
Höfuðlagið nálgast hann af næmri mildi
næstum eins og höfuðleðrið sé allsbert,
hann getur ekki af því gert.

Hann klippir upp, svo klippir hann niður,
hann klippir alltaf, það er enginn friður
Hann klippir í blöðum, hann klippir í bækur,
hann klippir í svefni, það er orðinn kækur
Hann klippir stjörnur og hann klippir sólir,
hann klippir þig þó þú æpir og gólir.
 
Hárfinnur hárfíni…
 
-Ólafur Haukur Símonarson(Af plötunni Fólkið í blokkinni)
Lesa meira

13

04 2008

Borgarbörn

Leikskóli annast að ósk foreldra uppeldi og menntun barna á leikskólaaldri undir handleiðslu sérmenntaðs fólks. Höfuðmarkmið leikskólaráðs Reykjavíkurborgar er að tryggja börnunum framúrskarandi nám og umönnun í leikskólum.

Til að ná því marki þarf að huga að mörgu. Byggja þarf skóla í takt við fjölgun barna í borginni og mæta auknum kröfum foreldra um lengri dvalartíma. Fjölga þarf rýmum fyrir yngri börn í leikskólum og tryggja að fagmenntuðu starfsfólki fjölgi. Þá þarf að setja skýr markmið og fylgja eftir kröfum um gæði í skólastarfi. Samfara þessari uppbyggingu er það markmið leikskólaráðs að tryggja foreldrum aðgengi að öðrum ummönnunarúrræðum, s.s. dagforeldrum.??Borgarbörn er aðgerðaráætlun leikskólaráðs endurspeglar skref Reykjavíkurborgar á næstu 4 árum til að ná því markmiði borgarstjórnar að tryggja foreldrum val um dagvistarþjónustu frá því að fæðingarorlofi lýkur. Borgarbörn hefur það markmið að fjölga leikskólaplássum og kynna ný og ólík úrræði fyrir börn í Reykjavík með það að markmiði að bæta þjónustu við foreldra og börn.
Í áætluninni kemur fram að á næstu þremur árum verði leikskólaplássum fjölgað í nýjum leikskólum og nýjum deildum bætt við rótgróna leikskóla. Einnig verða í henni tímasetningar á nýjungum eins og nýjum úrræðum í þjónustu dagforeldra, hærri niðurgreiðslur til dagforeldra, þjónustutrygging, ungbarnaskólar, jöfnun niðurgreiðslna til sjálfstætt rekinna leikskóla, rafræn innritun í leikskóla samhliða nýjum upplýsingavef um dagvistunarmöguleika.

Þjónustutrygging er tímabundið úrræði fyrir foreldra sem hafa fullnýtt fæðingarorlof sitt, sótt um í leikskóla fyrir barn sitt og eru á biðlista eftir plássi. Þjónustutrygging stendur foreldrum til boða frá 1. september á þessu ári og er jafn há greiðsla og Reykjavíkurborg greiðir með barni sem er í vistun hjá dagforeldri eða 35.000kr. en fellur niður þegar barn fær boð um vistun í leikskóla eða gefst kostur á dagforeldri að ósk foreldra.

Foreldrar sem þiggja þjónustutryggingu en ráðstafa henni ekki til þriðja aðila skipta á milli sín greiðslutímabilinu á sambærilegan hátt og lög um fæðingarorlof gera ráð fyrir. Þjónustutrygging byggir þannig á hugmyndum um réttlæti og jafnrétti, réttlæti á þann hátt að yfirvöldum ber skylda til að tryggja jafnræði borgaranna og jafnrétti kynja á þann hátt að metnaðarfullar og virtar reglur um fæðingarorlof foreldra eru nýttar til að tryggja barni samvistir við báða foreldra sína og gera þeim kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf.??Borgarbörn er samheiti yfir fjölda verkefna sem Reykjavíkurborg vinnur nú að til að tryggja foreldrum vistun fyrir börn sín frá því að fæðingarorlofi lýkur árið 2012. Lokamarkmiðið er að frá lokum fæðingarorlofs bjóðist ólík þjónusta til að tryggja foreldrum val í samræmi við þarfir sínar og barna sinna.

Hér er hægt að sjá áætlunina sjálfa og fleiri upplýsingar.

Lesa meira

11

04 2008

Borgarbörn

Í leikskólaráði var aðgerðaráætlunin borgarbörn samþykkt.   Þær fela í sér umfangsmikla aðgerðaráætlun með ólíkum úrræðum til að tryggja börnum frá því að fæðingarorlofi lýkur og fram til grunnskóla val um þjónustu.  Árið 2012 verða þannig foreldrar lausir við þá óreiðu og óskipulag í dagvistun sem nú er við lýði.

Að auki var samþykkt tillaga um svokallaða þjónustutryggingu og rannsókn á því hvernig foreldrar nýta sér hana og önnur úrræði þegar foreldraorlofi lýkur.  Þjónustutryggingin felur í sér að foreldrar sem hafa fullnýtt fæðingarorlof sitt, sótt um í leikskóla fyrir barn sitt og eru á biðlista eftir plássi, geti fengið þjónustutryggingu.  Þjónustutrygging er jafnhá greiðsla og Reykjavíkurborg greiðir með barni sem er í vistun hjá dagforeldri. 

Foreldrar sem þiggja þjónustutryggingu en ráðstafa henni ekki til þriðja aðila sem gætir barns skipta á milli sín tímabilinu á sambærilegan hátt og lög um fæðingarorlof gera ráð fyrir.  Markmiðið er að tryggja barni samvistir við báða foreldra og gera báðum foreldrum kleift að samræða jafnt fjölskyldu-og atvinnulíf.

Tillögurnar sem samþykktar voru eru eftirfarandi.  Einnig er hægt að sjá hér yfirlit yfir borgarbörn af blaðamannafundi á miðvikudaginn.

Tillaga F-lista og D-lista um Borgarbörn - tímasetta aðgerðaráætlun í uppbyggingu á þjónustu fyrir reykvísk börn 
Leikskóli annast að ósk foreldra uppeldi og menntun barna á leikskólaaldri undir handleiðslu sérmenntaðs fólks. Höfuðmarkmið leikskólaráðs Reykjavíkurborgar er að tryggja börnunum framúrskarandi nám og umönnun í leikskólum. Til að ná því marki  þarf að huga að mörgu.  Byggja þarf skóla í takt við fjölgun barna í borginni og mæta auknum kröfum foreldra um lengri dvalartíma.  Fjölga þarf rýmum fyrir  yngri börn í leikskólum og tryggja að fagmenntuðu starfsfólki fjölgi.  Þá þarf að setja skýr markmið og fylgja eftir kröfum um gæði í skólastarfi. Samfara þessari uppbyggingu er það markmið leikskólaráðs að tryggja foreldrum aðgengi að öðrum ummönnunarúrræðum, s.s. dagforeldrum.  Brýnt er að setja tímasett markmið til að foreldrum sé ljóst að unnið er samkvæmt metnaðarfullri aðgerðaráætlun.    Aðgerðaráætlunin heitir Borgarbörn og endurspeglar skref Reykjavíkurborgar á næstu 4 árum að því framtíðarmarkmiði borgarstjórnar að tryggja foreldrum val um dagvistarþjónustu frá því að fæðingarorlofi lýkur. Aðgerðaráætlunin Borgarbörn hefur það markmið að fjölga leikskólaplássum og kynna ný og ólík úrræði fyrir börn í Reykjavík með það að markmiði að bæta þjónustu við foreldra og börn. Í áætluninni kemur fram að á næstu þremur árum verði leikskólaplássum fjölgað í nýjum leikskólum og nýjum deildum bætt við rótgróna leikskóla. Einnig verða í henni tímasetningar á nýjungum eins og nýjum úrræðum í þjónustu dagforeldra, samningar við dagforeldra, þjónustutrygging, ungbarnaskólar, jöfnun niðurgreiðslna til sjálfstætt rekinna leikskóla, rafræn innritun í leikskóla samhliða nýjum upplýsingavef um dagvistunarmöguleika.

Tillaga F-lista og D-lista um þjónustutryggingu 
Lagt er til að foreldrar í Reykjavík sem hafa fullnýtt fæðingarorlof sitt, sótt um í leikskóla fyrir barn sitt og eru á biðlista eftir plássi, geti fengið þjónustutryggingu. Þjónustutrygging er jafn há greiðsla og Reykjavíkurborg greiðir með barni sem er í vistun hjá dagforeldri. Þjónustutrygging stendur til boða eftir að fæðingarorlofi lýkur, við 6 mánaða aldur hjá einstæðum foreldrum og við 9 mánaða aldur hjá giftum foreldum og þeim sem eru í sambúð. Þjónustutrygging gildir þar til barn fær boð um vistun í leikskóla eða gefst kostur á dagforeldri að ósk foreldra (þar til barnið verður 2 ára). Þjónustutrygging borgarinnar stendur til boða frá 1. september 2008 og verða umsóknir á rafrænu formi. Þjónustutrygging er tímabundin greiðsla til foreldra á meðan þeir brúa bilið frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til barn fær þjónustu dagforeldra eða leikskóla, s.s. til að greiða þriðja aðila, skyldmenni eða öðrum, fyrir aðstoð. Foreldrar sem þiggja þjónustutryggingu en ráðstafa henni ekki til þriðja aðila skipta á milli sín greiðslutímabilinu á sambærilegan hátt og lög um fæðingarorlof gera ráð fyrir. Markmiðið með skiptingu á milli foreldra er að tryggja barni samvistir við báða foreldra og gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf.

Tillaga F-lista og D-lista um rannsókn á nýtingu og viðhorfi foreldra á dagvistarþjónustu að loknu fæðingarorlofi 
Lagt er til að sett verði á laggir rannsóknarverkefni í samstarfi við Rannsóknarstofu í barna- og fjölskylduvernd við Háskóla Íslands. Í því verði skoðað hvernig reykvískir foreldrar haga umönnun barna sinna frá því að fæðingarorlofi sleppir, ástæður fyrir ólíku vali foreldra á þjónustu fyrir börn sín og hvernig foreldrar nýta og upplifa tímabundna þjónustutryggingu. Rannsóknin dragi fram tölulegar staðreyndir (megindleg rannsókn) og varpi ljósi á skoðanir foreldra með ólíkan bakgrunn, m.a. með viðtölum (eigindleg rannsókn). Nánari rannsóknaráætlun verði kynnt leikskólaráði í vor og er miðað við að rannsókn ljúki í ágúst 2009.

Lesa meira