PISTLAR


29

05 2008

Stór skref fyrir skólastarf

Í dag er ég er ánægð og stolt fyrir hönd nemenda, kennara og allra þeirra sem starfa að skólamálum í dag þegar 5 frumvörp menntamálaráðherra voru samþykkt á þingi.   Samhent samstarf allra hagsmunaaðila síðustu þrjú ár og þingmanna á þessu þingi hefur gefið okkur nýja rammalöggjöf fyrir öll skólastig sem veita skólastjórnendum meira frelsi og meiri sveigjanleika í skólastarfi án þess að slaka á kröfum um gæði, menntun kennara og þróun í menntamálum. 

 
Til hamingju!
 
Ný lög um leikskóla
Ný lög um grunnskóla

Ný lög um framhaldsskóla

Ný lög um kennaramenntun
Lesa meira

24

05 2008

Samkeppni um menningarmerkingar

Reykjavíkurborg stefnir að því að merkja fleiri menningarsögulega staði næstu árin. Í þessu samhengi finnst mér mikilvægt að benda lesendum Eyjunnar á að menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar boðar út af þessu markmiði til opinnar samkeppni um samræmt útlit menningarmerkinga í Reykjavíkurborg. Markmið með slíkum merkingum er að kveikja áhuga fólks og efla fræðslu um menningu, sögu og náttúru borgarinnar. Um er að ræða fjölbreyttar merkingar víða um borgina, til dæmis við hús, torg, styttur, í skógarrjóðri, við strandlengju eða eitt og sér.

Ég vona að alls konar listamenn, arkitektar og hönnuðir sjái tækifæri í þessari samkeppni og skili inn hugmyndum. Það væri gaman að eiga heiðurinn að hönnun menningarmerkis sem prýðir borgina og fræðir heimamenn og gesti.

Lesa meira

21

05 2008

Hvatning og viðurkenning

Áðan voru hvatningarverðlaun leikskólaráðs afhent í annað sinn í Höfða við hátíðlega athöfn. Allir í sínu besta skapi og falleg lög sungin af Ragnheiði Söru við undirspil Bjarna Jónatanssonar. Ólafur F. Magnússon borgarstjóri, Hildur Skarphéðinsdóttir skrifstofustjóri leikskólaskrifstofu og ég afhentum fyrir hönd leikskólaráðs hvatningarverðlaunin í dag. Verðlaunin þetta árið voru í formi viðurkenningarskjals og verðlaunagrips eftir þrjá ólíka íslenska hönnuði.

Markmið þessara verðlauna er að veita leikskólum í Reykjavík hvatningu í starfi, vekja athygli á því gróskumikla starfi sem fer fram í leikskólum borgarinnar og stuðla að auknu nýbreytni– og þróunarstarfi. Þau eru veitt sex skólum á hverju ári og eru í formi viðurkenningarskjals og verðlaunagripa. Allir geta tilnefnt til verðlaunanna, kennarar, skólar, starfsmenn og aðrar borgarstofnanir. Í ár fengu 14 skóli / verkefni tilnefningu frá 41 ólíkum aðilum.

Hvatningarverðlaunin hlutu í ár:

Leikskólinn Bakki fyrir þrjú metnaðarfull verkefni; Umhverfisverkefnið Flóð og fjöru, alþjóðlega samstarfsverkefnið eTwinning og heimasíðugerð.

Leikskólarnir Klamrar, Nóaborg og Stakkaborg fyrir verkefnið Skilaboðaskjóðan sem unnið var í samstarfi við Háteigsskóla. Það miðar að því að efla börn í leik- og grunnskólum í málefnalegum skoðanaskiptum og auka skilning og samræmingu milli skólastiga.

Leikskólinn Reynisholt fyrir lífsleikniverkefnið Líf og leikni.Leikskólinn Gullborg fyrir samstarfsverkefni skólans og samtakanna Blátt áfram.

Leikskólinn Hof fyrir verkefnið Dans-Hreyfing-Tónlist.

Kristín Einarsdóttir, leikskólastjóri í Garðaborg fyrir að skipuleggja námsferðir, veita leiðsögn og koma á tengslum milli íslenskra leikskóla og leikskóla í New York

Lesa meira

20

05 2008

Frábær listahátíð

Áðan voru hvatningarverðlaun leikskólaráðs afhent í annað sinn í Höfða við hátíðlega athöfn. Allir í sínu besta skapi og falleg lög sungin af Ragnheiði Söru við undirspil Bjarna Jónatanssonar. Ólafur F. Magnússon borgarstjóri, Hildur Skarphéðinsdóttir skrifstofustjóri leikskólaskrifstofu og ég afhentum fyrir hönd leikskólaráðs hvatningarverðlaunin í dag. Verðlaunin þetta árið voru í formi viðurkenningarskjals og verðlaunagrips eftir þrjá ólíka íslenska hönnuði.

Markmið þessara verðlauna er að veita leikskólum í Reykjavík hvatningu í starfi, vekja athygli á því gróskumikla starfi sem fer fram í leikskólum borgarinnar og stuðla að auknu nýbreytni– og þróunarstarfi. Þau eru veitt sex skólum á hverju ári og eru í formi viðurkenningarskjals og verðlaunagripa. Allir geta tilnefnt til verðlaunanna, kennarar, skólar, starfsmenn og aðrar borgarstofnanir. Í ár fengu 14 skóli / verkefni tilnefningu frá 41 ólíkum aðilum.

Hvatningarverðlaunin hlutu í ár:

Leikskólinn Bakki fyrir þrjú metnaðarfull verkefni; Umhverfisverkefnið Flóð og fjöru, alþjóðlega samstarfsverkefnið eTwinning og heimasíðugerð.

Leikskólarnir Klamrar, Nóaborg og Stakkaborg fyrir verkefnið Skilaboðaskjóðan sem unnið var í samstarfi við Háteigsskóla. Það miðar að því að efla börn í leik- og grunnskólum í málefnalegum skoðanaskiptum og auka skilning og samræmingu milli skólastiga.

Leikskólinn Reynisholt fyrir lífsleikniverkefnið Líf og leikni.Leikskólinn Gullborg fyrir samstarfsverkefni skólans og samtakanna Blátt áfram.

Leikskólinn Hof fyrir verkefnið Dans-Hreyfing-Tónlist.

Kristín Einarsdóttir, leikskólastjóri í Garðaborg fyrir að skipuleggja námsferðir, veita leiðsögn og koma á tengslum milli íslenskra leikskóla og leikskóla í New York

Lesa meira

13

05 2008

Til hamingju Óli!

Fyrst að Óli frændi er búinn að týna farsímanum sínum hefur hann ekki fengið sms-ið mitt á sunnudaginn. Hann fær því persónulega kveðju frá mér á Eyjunni - Til hamingju með Evrópumeistaratitilinn!

Lesa meira