PISTLAR


17

06 2008

Leikföng á Árbæjarsafni

Um helgina opnaði mjög skemmtileg sýning á Árbæjarsafni þar sem leikföng á síðustu öld eru sýnd í gamla ÍR húsinu (sem áður var Kaþólska kirkjan).   Ég mæli hiklaust með þessari sýningu, ég ætlaði ekki að ná syni mínum í burtu því hann var mjög upptekinn við að skoða öll leikföngin. 

 
Sýningin er sett upp þannig að hvert tímabil er stofa í húsi og leikföngin eftir tíðaranda hverrar stofu sem setur allt vel í samhengi.  Einnig er þarna lítið leikhús og fyrir utan er gamaldags róló sem naut mikilla vinsælda.  Starfsmenn Árbæjarsafns eiga heiður skilinn fyrir þessa sýningu og ekki síst Ilmur Stefánsdóttir sýningastjóri.   Um helgar í sumar verður svo hægt að læra um útileiki og fleira skemmtilegt í tengslum við sýninuna.  Sjá dagskrá Árbæjarsafns hér.
 
Í Dillonshúsi er svo hægt að fá þessar fínu veitingar hjá Marentzu Paulsen.  Mæli með heimsókn í Árbæjarsafn!
Lesa meira

16

06 2008

Ráðhúsið farið að blómstra

Ekki ætla ég að tengja þetta pólitísku umróti eða öðru tengdu okkur stjórnmálamönnum. Þssi mynd sýnir hins vegar ansi skemmtileg þróun á einum mosaveggnum þar sem nú vex gras og hjá því komin blóm sem ég kann ekki að nefna.

Ég læt flakka fróðleiksmola um mosavegginn í leiðinni. Mér var sagt á einum viðburðinum á Listahátíð að mosinn hefði verið límdur á veggina með UHU lími - sem ku vera náttúrulegt lím og svona ansi öflugt.

Lesa meira