PISTLAR


25

11 2010

Að skunda á þing

Um næstu helgi veljum við okkur fulltrúa á stjórnlagaþing. Það er vandasamt verk og krefjandi. Ég fylgist vel með þessari spennandi tilraun því ég er að styðja og hjálpa góðri vinkonu, Ingu Lind, að ná kjöri. Mér finnst þingið vera spennandi áskorun sem lýðræðisleg tilraun í persónukjöri þar sem landið er eitt kjördæmi og vegna þess að þarna stendur til að breyta, með nokkuð hefðbundnum starfsháttum þingsins, stjórnarskrá Íslands.

Íslendingar eru gagnrýnir á Alþingi. Traustið er í lágmarki bæði á þingi og þingmönnum. Uppi eru háværar kröfur um ný vinnubrögð. Auk þess krefjast margir  breytinga sem leiðu myndu til meiri samræðu um málefni þjóðarinnar og minni gagnrýni á allt og ekkert. Margir telja núverandi stöðu vera stærri flokkunum að kenna og aðrir bæta við að þetta sé prófkjörum að kenna. Þetta er allt auðveldara að segja og gagnrýna en að laga því menningin á Alþingi stendur hvergi skrifuð í reglur.

Miðað við háværar gagnrýnisraddir á flokka og prófkjör má líta á stjórnlagaþingið sem tilraun til að breyta. Persónukjörið breytir eðli og afleiðingum prófkjara og flokkarnir stýra ekki för að þessu sinni. Þó er líklegt að stjórnlagaþingmenn sameinist eftir skoðunum sínum á stjórnarskrá eftir að þingið hefst. Niðurstaðan yrðu hópar sem eiga sér hliðstæðu á þingi. En hver veit, kannski sjáum við eitthvað alveg nýtt í lýðræðislegu samhengi.

Það er mikil ábyrgð og vandasöm vinna framundan hjá kjörnum stjórnalagaþingmönnum. Verkefnið kallar á að kosnir séu einstaklingar sem eru öfgalausir, úrræðagóðir og hafi það að leiðarljósi að breyta samfélaginu í góða átt. Að mínu mati er óæskilegt að frambjóðendur veljist á þingið sem kenna stjórnarskránni um hrun banka og afleiðingar þess. Það er mikilvægt að störfin á stjórnlagaþinginu verði vönduð, umræðan upplýst og að menn hlusti hver á annan. Markmiðið á að vera að viðhalda því jafnvægi sem stjórnarskránni er ætlað að veita og að úr verði plagg sem þjóðin öll geti verið stolt af.

Lesa meira

11

11 2010

Vínlausir vínveitingastaðir

Besti flokkurinn bókaði eftirfarandi á fundi Borgarráðs í gær:

"Besti flokkurinn óskar að bóka að það vanti áfengisstefnu í Reykjavíkurborg, og bendir á að um bann við reykingum á vínveitingastöðum ríki almenn ánægja.

Liggur því við að næsta rökrétta skref verði að banna áfengi inni á þessum stöðum, þar sem áfengisneysla hefur margar og alvarlegar afleiðingar í för með sér."

Lesa meira