PISTLAR


16

11 2013

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í dag

Í dag er kosið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þar sem ég bið um fyrsta sætið. Í dag býðst ykkur lýðræðisleg leið til að velja fólk á lista. Það bjóða ekki allir flokkar upp á slíkt persónukjör.

Nýtið ykkur tækifærið til að velja!

Ég set fjármál borgarinnar og skólamálin á oddinn og þarf ykkar stuðning í fyrsta sætið til að leiða nauðsynlegar og uppbyggjandi breytingar.

Verið velkomin í vöfflur til mín í Ármúla 7 í dag.

Kjörstaðir eru opnir frá kl. 9:00 – 18:00 og eru þeir eftirfarandi:

1. Kjörhverfi
Vestur‐ og Miðbæjarhverfi, Nes‐ og Melahverfi og Austurbæjar‐ og
Norðurmýrarhverfi. Öll byggðin vestan Rauðarárstígs að Miklubraut.
Kjörstaður: Hótel Saga, Katla (gengið inn norðan megin).

2. Kjörhverfi
Hlíða‐ og Holtahverfi, Laugarnes‐ og Túnahverfi og Langholtshverfi. Öll byggð er
afmarkast af 1. kjörhverfi í vestur og suður. Öll byggð vestan Kringlumýrarbrautar að
Suðurlandsbraut og öll byggð norðan Suðurlandsbrautar.
Kjörstaður: Valhöll, Háaleitisbraut 1.

3. Kjörhverfi
Háaleitishverfi, Smáíbúða, Bústaða‐ og Fossvogshverfi. Hverfið afmarkast af
Kringlumýrarbraut í vestur, Suðurlandsbraut í norður og Reykjanesbraut í austur.
Kjörstaður: Valhöll, Háaleitisbraut 1.

4. Kjörhverfi
Árbæjar‐ og Seláshverfi, Ártúns‐ og Norðlingaholt.
Kjörstaður: Félagsheimili Sjálfstæðisfélagsins, Hraunbær 102b (við hliðina á Skalla)

5. Kjörhverfi
Hóla‐ og Fellahverfi, Bakka‐ og Stekkjahverfi, Skóga‐ og Seljahverfi.
Kjörstaður: Félagsheimili Sjálfstæðisfélaganna Mjódd, Álfabakka 14a

6. Kjörhverfi
Grafarvogur, Bryggjuhverfi, Grafarholt, Úlfarsárdalur og Kjalarnes.
Kjörstaður: Sporhamrar 3 í Grafarvogi (þar sem 10/11 var áður)


 

Lesa meira

13

11 2013

Ræða í prófkjöri á leiðtogafundi Varðar

Ég hélt framsögu á leiðtogafundi Varðar - Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík þann 11.nóvember síðastliðinn í Valhöll vegna prófkjörs flokksins vegna borgarstjórnarkosninga í vor.  Fundurinn var vel sóttur og var gerður góður rómur að honum.  Ræðan mín var tekin upp og er hér fyrir neðan.  Ég fjallaði um embættismenn og stjórnmálamenn sem og ýmislegt sem við þurfum að huga að í Sjálfstæðisflokknum, m.a. hversu fátt ungt fólk virðist styðja flokkinn.

 

Ég sækist eftir stuðningi í fyrsta sætið og hvet sjálfstæðismenn að taka þátt í  prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fer fram þann 16. nóvember næstkomandi.

Utankjörfundaratkvæðagreiðslan fer fram á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Valhöll, alla virka daga kl. 9 - 17.  Skrifstofan verður einnig opin laugardaginn 9. nóvember frá kl. 10 til 16 og fimmtudaginn 14. nóvember frá kl. 9 til 22.

Atkvæðisrétt eiga allir félagsbundnir sjálfstæðismenn í Reykjavík. Engin krafa er um greiðslu félagsgjalda.

Lesa meira

12

11 2013

Ég ræddi við Björn Bjarnason um skólamálin

Ég var í viðtali hjá Birni Bjarnasyni fyrrverandi menntamálaráðherra hjá ÍNN um daginn þar sem að við ræddum skólamálin.

Björn segir eftirfarandi um prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík á vefsíðu sinni http://www.bjorn.is

„Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna í maí 2014 fer fram laugardaginn 16. nóvember. Vegna prófkjörsins ræddi ég við Halldór Halldórsson og Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur í þætti mínum á ÍNN. Þau hafa bæði mikið til brunns að bera. Halldór hefur 12 ára reynslu sem bæjarstjóri á Ísafirði þar sem hann reyndist mannasættir og góður stjórnandi. Þorbjörg Helga hefur setið í borgarstjórn fyrst sem varamaður og síðan sem aðalmaður frá 2002. Hún er vel að sér um skólamál og hefur mótaðar skoðanir um umbætur á þeim. Það sem hún segir um leyndarhyggjuna um árangur skóla í Reykjavík er sláandi dæmi um að þar vinna menn ekki markvisst að því að ná árangri.“

Hér má sjá viðtalið við Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur frá 6. nóvember.

Lesa meira

10

11 2013

Leiðtogafundur Varðar

Vörður - Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík heldur málfund með frambjóðendum sem gefa kost á sér í fyrsta sæti í prófkjörinu í Reykjavík. Fundurinn verður í Valhöll næstkomandi mánudag, 11.nóvember, og hefst kl. 20.00.

Á fundinum munu þau Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Halldór Halldórsson, Hildur Sverrisdóttir og  Júlíus Vífill Ingvarsson flytja framsögur. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fer fram  þann 16. nóvember næstkomandi.

Utankjörfundaratkvæðagreiðslan fer fram á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Valhöll, alla virka daga kl. 9 - 17.  Skrifstofan verður einnig opin laugardaginn 9. nóvember frá kl. 10 til 16 og fimmtudaginn 14. nóvember frá kl. 9 til 22.

Atkvæðisrétt eiga allir félagsbundnir sjálfstæðismenn í Reykjavík.

Kjósa skal 6 frambjóðendur, hvorki fleiri né færri. Kosið skal með því að setja tölustaf frá einum og upp í sex fyrir framan nöfn frambjóðenda í þeirri röð sem óskað er að þeir skipi endanlegan framboðslista.

Nánari upplýsingar um prófkjörið verða birtar þegar nær dregur prófkjörsdeginum 16. nóvember.

Lesa meira