Samkeppni um menningarmerkingar

Reykjavíkurborg stefnir að því að merkja fleiri menningarsögulega staði næstu árin. Í þessu samhengi finnst mér mikilvægt að benda lesendum Eyjunnar á að menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar boðar út af þessu markmiði til opinnar samkeppni um samræmt útlit menningarmerkinga í Reykjavíkurborg. Markmið með slíkum merkingum er að kveikja áhuga fólks og efla fræðslu um menningu, sögu og náttúru borgarinnar. Um er að ræða fjölbreyttar merkingar víða um borgina, til dæmis við hús, torg, styttur, í skógarrjóðri, við strandlengju eða eitt og sér.

Ég vona að alls konar listamenn, arkitektar og hönnuðir sjái tækifæri í þessari samkeppni og skili inn hugmyndum. Það væri gaman að eiga heiðurinn að hönnun menningarmerkis sem prýðir borgina og fræðir heimamenn og gesti.