Verkefnið lofar góðu

Þetta eru frábærar viðtökur sem verkefnið fær.   Nú reynir á hvort að álagið haldi áfram eins og fyrstu dagar benda til, hvort það aukist eða minnki.   Nemendur eiga að vera meðvitaðir um að búast megi við töfum og aðlögunum að nýju kerfi og nýjum fjölda í vagninum.  En það hlýtur að vera gaman í Strætó þessa dagana og ýmsir hljóta að geta náð nokkrum ómetanlegum mínútum með vinum sínum á leið í skólann.

Starfsmenn Strætó bs. eru á fullu við að bæta við aukavögnum á morgnana þar sem mesti kúfurinn er.   Það verður mjög spennandi að vita hvort við sjáum ekki mælanlegan mun á því hvort umferð sé minni en í fyrra.  Að auki þarf að meta hvaða leiðir eru sterkastar fyrir næstu endurskoðun á leiðakerfinu sjálfu en því er aðeins breytt einu sinni á ári.