X-listinn hækkar gjöld

Nýr meirihluti í borginni, X-listinn eins og hann kallar sig í fundargerðum borgarstjórnar, tók fyrsta tækifæri sem bauðst og hækkaði mat í leikskólum.   Ég minni á að allir þessir flokkar, allir fjórir vildu gjaldfrjálsan leikskóla í síðustu kosningabaráttu og nýlega var VG með tillögu um gjaldfrjálsa skóla (og vísuðu þá líka til að matur væri foreldrum að kostnaðarlausu).  

Borgarstjóri, Dagur B. Eggerstsson sagði á síðasta borgarstjórnarfundi að þessi meirihluti ætlaði ekki að koma með málefnaskrá fyrir borgarbúa.   Ætla Reykvíkingar að leyfa þeim að komast upp með það að semja um málefni?  Á að brjóta alla hugmyndafræðilegar áherslur og láta málin bara dúllast áfram?   Þetta verður afar dýr meirihluti.